Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fös 19. janúar 2018 20:49
Ingólfur Stefánsson
Reykjavíkurmótið: Danskir dagar í Egilshöll
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leik KR og Víkinga var að ljúka í Reykjavíkurmótinu í Egilshöll. Leiknum lauk með 2-2 jafntefli.

Morten Beck kom KR-ingum yfir undir lok fyrri hálfleiks. Nikolaj Hansen jafnaði metinn fyrir Víkinga eftir rúman klukkutíma leik.

Kennie Chopart var þriðji Daninn til þess að skora í leiknum þegar hann kom KR-ingum yfir á nýjan leik á 76. mínútu.

Allt benti til þess að KR-ingar færu með sigur af hólmi áður en hinn 17 ára Logi Tómasson jafnaði metinn fyrir Víkinga með glæsilegu skoti á 86. mínútu leiksins þegar hann klíndi boltanum í netið.

KR 2-2 Víkingur R.
1-0 Morten Beck (45')
1-1 Nikolaj Hansen (63')
2-1 Kennie Chopart (76')
2-2 Logi Tómasson (86')
Athugasemdir
banner
banner
banner