Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 19. janúar 2018 20:00
Ingólfur Stefánsson
Van Persie aftur til Feyenoord (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Hollenski framherjinn Robin Van Persie er kominn aftur til uppeldisfélags síns Feyenoord í Hollandi, 14 árum eftir að hann yfirgaf félagið.

Þessi 34 ára gamli leikmaður gengur frítt til liðs við Feyenoord en hann yfirgaf liðið á sínum tíma til þess að leika með Arsenal í ensku úrvalsdeildinni.

Þessi mikli markaskorari lék einnig með Manchester United þar sem hann lyfti Englandsmeistaratitlinum áður en hann færði sig til Tyrklands þar sem hann lék með Fenerbache.

Í tilkynningu um félagsskiptin frá Feyenoord segir að Van Persie muni skrifa undir samning við félagið næstkomandi mánudag.

„Ekkert stendur nú í vegi fyrir að leikmaðurinn muni snúa aftur til félagsins núna þegar samningar hafa náðst milli hans og Fenerbache um að eyða samningum þeirra á milli," segir í tilkynningunni.


Athugasemdir
banner
banner
banner