fös 19. janúar 2018 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Wenger: Erfiðara að kveðja Van Persie
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger telur stuðningsmenn Arsenal vera búna að sætta sig við brottför Alexis Sanchez frá félaginu.

Það bendir allt til þess að Alexis fari til Manchester United og Henrikh Mkhitaryan komi til Arsenal í hans stað.

Wenger horfði til baka á þegar Robin van Persie var seldur til Man Utd sumarið 2012. Stjórinn telur þá sölu vera erfiðari fyrir félagið.

„Við fengum Van Persie til félagsins þegar hann var í varaliðinu hjá Feyenoord," sagði Wenger samkvæmt The Telegraph.

„Það var erfiðara að kveðja hann því hann varð að stjörnu hjá félaginu. Stuðningsmennirnir vita að Alexis er á förum, þeir eru búnir að sætta sig við það. Það er talsvert minni skellur fyrir félagið.

„Við missum leikmann en fáum vonandi annan í staðinn."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner