Arsenall vill fá Kudus - Man Utd skoðar að losa Zirkzee - Maignan til City og hvað verður um Davies og David?
   sun 19. febrúar 2017 20:11
Magnús Már Einarsson
Lengjubikarinn: 16 ára tryggði Leikni sigur á Fylki
Sævar Atli skoraði sigurmarkið í kvöld.
Sævar Atli skoraði sigurmarkið í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Fylkir 1 - 2 Leiknir R.
0-1 Ingvar Ásbjörn Ingvarsson ('22)
1-1 Oddur Ingi Guðmundsson ('40)
1-2 Sævar Atli Magnússon ('56)

Hinn 16 ára gamli Sævar Atli Magnússon skoraði sigurmarkið þegar Leiknir R. sigraði Fylki 2-1 í Lengjubikar karla í Egilshöll í kvöld.

Bæði þessi lið leika í Inkasso-deildinni í sumar en þau voru að spila sinn fyrsta leik í Lengjubikarnum í vetur.

Ingvar Ásbjörn Ingvarsson kom Leikni yfir á 22. mínútu en Oddur Ingi Guðmundsson jafnaði nokkrum mínútum fyrir hlé.

Sævar Atli, sem er fæddur árið 2000, tryggði Leikni síðan sigurinn á 56. mínútu leiksins.

Sævar Atli spilaði fjóra leiki með Leikni í Inkasso-deildinni í fyrra en árið 2015 kom hann á sem varamaður í lokaumferð Pepsi-deildarinnar gegn Keflavík.
Athugasemdir
banner
banner