Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 19. febrúar 2018 14:30
Elvar Geir Magnússon
Arsenal gerir nýjan og stærri samning við Emirates
Emirates leikvangurinn í vetrardýrð.
Emirates leikvangurinn í vetrardýrð.
Mynd: Getty Images
Arsenal hefur gert nýjan samning við Emirates flugfélagið og er það stærsti styrktarsamningur í sögu félagsins.

Heimavöllur Arsenal er skírður eftir Emirates og hefur treyjusamningurinn verið framlengdur um fimm ár.

Emirates verður framan á treyjum og æfingaklæðnaði Arsenal til 2024 samkvæmt samningnum en leikvangurinn mun heita Emirates leikvangurinn þar til 2028 samkvæmt eldra samkomulagi. Samstarf Emirates við Arsenal verður því að minnsta kosti 18 ára.

„Treyjusamstarfið við Emirates er það langlífasta í ensku úrvalsdeildinni og eitt það langlífasta í heiminum," segir Ivan Gazidis, framkvæmdastjóri Arsenal.
Athugasemdir
banner
banner
banner