banner
   mán 19. febrúar 2018 15:36
Magnús Már Einarsson
Bennell dæmdur í 31 árs fangelsi
Barry Bennell.
Barry Bennell.
Mynd: Samsett
Barry Bennell, 64 ára fyrrum fótboltaþjálfari, var í dag dæmdur í 31 árs fangelsi fyrir 50 kynferðisbrot gegn börnum.

Hann starfaði við þjálfun yngri liða Manchester City og Crewe Alexandra á sínum tíma. Háttsettir menn hjá Manchester City og Crewe vissu af kynferðisbrotum Bennell meðan hann starfaði hjá félögunum.

Strákar voru misnotaðir á heimili Bennell en fyrir rétti sögðu fórnarlömb hans að Bennell hefði haft ákveðið vald yfir þeim vegna þeirra drauma um að verða atvinnufótboltamenn.

Chris Unsworth segir að Bennell hafi nauðgað sér um sex sinnum.

Bennell hefur verið dæmdur fyrir brot gegn 12 strákum. Samtals gætu fórnarlömb hans þó verið mun fleiri þar sem 86 aðilar til viðbótar hafa stigið fram eftir að réttarhöldin hófust yfir Bennell.

Bennell var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga breskum strák í fótboltaferð í Flórída 1994 og fékk níu ára dóm 1998 fyrir 23 brot gegn sex strákum. Seint á árinu 2016 reyndi hann að taka eigið líf.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner