Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 19. febrúar 2018 19:13
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Wigan og Man City: De Bruyne hvíldur
Mynd: Getty Images
C-deildarlið Wigan tekur á móti Manchester City í 16-liða úrslitum enska bikarsins í kvöld.

Wigan vann Man City í úrslitaleik bikarsins 2013 og sló City svo út í undanúrslitunum ári síðar.

Gestirnir frá Manchester eru augljóslega sigurstranglegri aðilinn í kvöld. Wigan er í toppbaráttu C-deildarinnar á meðan Man City er svo gott sem búið að tryggja sér Englandsmeistaratitilinn.

City mætir til leiks með sterkt lið þar sem Sergio Aguero er í fremstu víglínu ásamt Bernardo Silva og Leroy Sane.

Kevin De Bruyne verður hvíldur og byrjar á bekknum. David Silva, Ilkay Gundogan og Fernandinho sjá um miðjuna.


Wigan: Walton, Byrne, Elder, Perkins, Power, Grigg, Massey, Roberts, Dunkley, Powell, Burn
Varamenn: Jones, Bruce, Jacobs, Hunt, James, Colclough, Fulton

Man City: Bravo, Danilo, Stones, Laporte, Delph, Fernandinho, Silva, Gundogan, Bernardo, Aguero, Sane
Varamenn: Ederson, Walker, Kompany, De Bruyne, Zinchenko, Foden, Diaz
Athugasemdir
banner
banner
banner