Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 19. febrúar 2018 12:17
Magnús Már Einarsson
Gilles Mbang Ondo á reynslu hjá Selfyssingum
Ondo í leik með Grindavík árið 2010.
Ondo í leik með Grindavík árið 2010.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Framherjinn Gilles Mbang Ondo er á reynslu hjá Selfyssingum þessa dagana.

Ondo fékk félagaskipti í dag og því getur hann leikið með Selfyssingum gegn sínum gömlu félögum í Grindavík í Lengjubikarnum næstkomandi laugardag.

Hinn 32 ára gamli Ondo spilaði með Grindavík við góðan orðstír frá 2008 til 2010 en hann varð markakóngur í Pepsi-deildinni árið 2010.

Eftir það fór Ondo til Stabæk í norsku úrvalsdeildinni en þar á eftir lék hann í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum, Líbanon, Óman og Andorra.

Fyrir síðasta sumar gekk Ondo í raðir Vestra en hann skoraði fimm mörk í fjórtán leikjum í 2. deildinni í fyrra.

Í vetur hefur Ondo leikið í neðri deildum í Frakklandi en hann verður til skoðunar á Selfossi næstu dagana.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner