Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 19. febrúar 2018 15:00
Magnús Már Einarsson
ÍBV skoðar miðjumann sem ólst upp hjá Leeds
Bikarmeistarar ÍBV.
Bikarmeistarar ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV er þessa dagana með enska miðjumanninn Henry Rollinson á reynslu en hann verður til skoðunar í rúma viku.

Henry fór í gegnum akademíu Leeds frá 15 til 20 ára aldurs. Þaðan fór Henry til Ástralíu þar sem hann spilaði í fyrra.

Í síðustu viku samdi ÍBV við enska miðjumanninn Priestley Griffiths.

Eyjamenn ætla að fá 1-2 viðbót í hópinn fyrir keppni í Pepsi-deildinni en þetta staðfesti Kristján Guðmundsson þjálfari liðsins í viðtali eftir 1-0 sigur á Fram í Lengjubikarnum um helgina.

ÍBV endaði í 9. sæti í Pepsi-deildinni í fyrra og varð bikarmeistari en það tryggði liðinu þátttökurétt í Evrópudeildinni í sumar.

Komnir:
Alfreð Már Hjaltalín frá Víkingi Ó.
Ágúst Leó Björnsson frá Stjörnunni
Dagur Austmann Hilmarsson frá Stjörnunni
Ignacio Fideleff frá Nacional Asunción
Priestley Griffiths frá Englandi
Yvan Erichot frá Kýpur

Farnir:
Alvaro Montejo Calleja í Þór
Andri Ólafsson hættur
Arnór Gauti Ragnarsson í Breiðablik
David Atkinson til Englands
Hafsteinn Briem í HK
Jónas Þór Næs
Mikkel Maigaard Jakobsen
Pablo Punyed í KR
Renato Punyed
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner