Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 19. febrúar 2018 23:51
Ívan Guðjón Baldursson
Kolbeinn hafnaði Gautaborg
Kolbeinn var lánaður til Galatasaray en náði ekki að spila vegna meiðsla.
Kolbeinn var lánaður til Galatasaray en náði ekki að spila vegna meiðsla.
Mynd: Heimasíða Galatasaray
Kolbeinn Sigþórsson hafnaði því að ganga til liðs við Gautaborg í sænsku deildinni samkvæmt Aftonbladet.

Kolbeinn er leikmaður Nantes en hann hefur ekki náð sér á strik frá því á EM í Frakklandi vegna meiðsla.

Kolbeinn er að koma úr meiðslunum og ætti að geta byrjað að spila aftur í mars.

Gautaborg bauð Kolbeini byrjunarliðssæti til að koma sér í gang fyrir HM í sumar en launakröfur hans eru of háar fyrir sænska félagið.

„Við erum búnir að eiga í samskiptum við Sigþórsson og félagið sjálft. Það verður ekkert meira úr þessu," sagði Mats Gren, yfirmaður íþróttamála hjá Gautaborg.

Gren segir Kolbein ekki vilja spila of mikið á gervigrasinu í Svíþjóð vegna hnémeiðslanna.
Athugasemdir
banner
banner
banner