Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 19. febrúar 2018 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Leið aftur yfir Gomis - Fékk að halda áfram
Mynd: Getty Images
Bafetimbi Gomis hefur verið að gera frábæra hluti með Galatasaray í tyrkneska boltanum.

Gomis er búinn að gera 17 mörk í 20 deildarleikjum og ættu lesendur Fótbolta.net að þekkja hann frá tíma sínum hjá Swansea í enska boltanum.

Gomis spilaði allan leikinn er Galatasaray tapaði óvænt fyrir Kasimpasa um helgina og missti þannig toppsæti deildarinnar til Basaksehir.

Sóknarmaðurinn féll í yfirlið snemma í leiknum en fékk að halda áfram og klára leikinn eftir snögga læknisskoðun.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Gomis fellur í yfirlið í miðjum leik. Hann glímir við líkamlegt vandamál sem hefur áhrif á blóðþrýstinginn og er þess vegna líklegri en aðrir til að falla í yfirlið.

Fylgjendur enska boltans muna líklega eftir því þegar Gomis féll í yfirlið í leik Swansea gegn Tottenham fyrir þremur árum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner