mán 19. febrúar 2018 12:16
Elvar Geir Magnússon
Man Utd fékk afsökunarbeiðni vegna VAR mistaka
Kevin Friend í samskiptum við myndbandsdómara.
Kevin Friend í samskiptum við myndbandsdómara.
Mynd: Getty Images
Þeir sem eru yfir tilraunum með myndbandsdómgæslu (VAR) á Englandi hafa sent Manchester United afsökunarbeiðni eftir að mark Juan Mata í bikarleiknum gegn Huddersfield var dæmt af vegna VAR.

Spánverjinn virtist vera að gefa United 2-0 forystu en dómari leiksins fékk upplýsingar frá myndbandsdómara um að Mata hafi verið rangstæður.

VAR á aðeins að nota í augljósum mistökum en rangstaðan á Mata var gríðarlega tæp og þar á sóknarmaður að njóta vafans. Komið hefur í ljós að tæknileg mistök áttu sér stað.

Línur sem teiknaðar voru á endursýningu í sjónvarpsútsendingunni voru langt frá því að beinar og allt logaði á Twitter. Yfirmenn VAR segja að sú mynd sem sýnd hafi verið í beinni hafi ekki verið sú sem myndbandsdómgæslan var eftir.

Ákvörðunin að nota VAR hafði ekki áhrif á úrslit leiksins en United vann 2-0 sigur og komst í næstu umferð.

„Það er verið að prófa þetta. Þeir þurfa að losa sig við það slæma og gera þetta fullkomið," sagði Jose Mourinho, stjóri Manchester United.
Athugasemdir
banner
banner
banner