Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 19. febrúar 2018 12:16
Elvar Geir Magnússon
Man Utd fékk afsökunarbeiðni vegna VAR mistaka
Kevin Friend í samskiptum við myndbandsdómara.
Kevin Friend í samskiptum við myndbandsdómara.
Mynd: Getty Images
Þeir sem eru yfir tilraunum með myndbandsdómgæslu (VAR) á Englandi hafa sent Manchester United afsökunarbeiðni eftir að mark Juan Mata í bikarleiknum gegn Huddersfield var dæmt af vegna VAR.

Spánverjinn virtist vera að gefa United 2-0 forystu en dómari leiksins fékk upplýsingar frá myndbandsdómara um að Mata hafi verið rangstæður.

VAR á aðeins að nota í augljósum mistökum en rangstaðan á Mata var gríðarlega tæp og þar á sóknarmaður að njóta vafans. Komið hefur í ljós að tæknileg mistök áttu sér stað.

Línur sem teiknaðar voru á endursýningu í sjónvarpsútsendingunni voru langt frá því að beinar og allt logaði á Twitter. Yfirmenn VAR segja að sú mynd sem sýnd hafi verið í beinni hafi ekki verið sú sem myndbandsdómgæslan var eftir.

Ákvörðunin að nota VAR hafði ekki áhrif á úrslit leiksins en United vann 2-0 sigur og komst í næstu umferð.

„Það er verið að prófa þetta. Þeir þurfa að losa sig við það slæma og gera þetta fullkomið," sagði Jose Mourinho, stjóri Manchester United.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner