Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 19. febrúar 2018 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Marcelo meiddist gegn Real Betis
Mynd: Getty Images
Marcelo, sem er talinn vera meðal bestu vinstri bakvarða knattspyrnusögunnar, meiddist í 5-3 sigri Real Madrid gegn Real Betis í gærkvöldi.

Emilio Butragueno, stjórnarmaður hjá Real Madrid og fyrrverandi sóknarmaður félagsins til þrettán ára, telur meiðslin vera afar slæm.

„Það er mjög slæmt að það hafi þurft að skipta Marcelo útaf, mjög slæmt. Við verðum að bíða eftir að heyra það sem læknarnir hafa að segja," sagði Butragueno.

Zinedine Zidane, þjálfari Real, var talsvert bjartsýnni þegar hann var spurður út í meiðslin.

„Vonandi er þetta ekki alvarlegt. Við munum vita meira á næstu dögum. Honum líður eins og þetta séu smávægileg meiðsli."
Athugasemdir
banner
banner
banner