Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 19. febrúar 2018 11:35
Elvar Geir Magnússon
Markverðir efstir á lista yfir björtustu vonir Evrópu
Donnarumma verður 19 ára síðar í þessum mánuði.
Donnarumma verður 19 ára síðar í þessum mánuði.
Mynd: Getty Images
Gianluigi Donnarumma, markvörður AC Milan, er efstur á lista CIES Football Observatory yfir þá fótboltamenn undir 20 ára í Evrópu sem eiga möguleika á að ná í allra fremstu röð.

Athyglisvert er að samkvæmt útreikningum CIES eru markverðir í tveimur efstu sætunum. Alban Lafont, 19 ára markvörður Toulouse í Frakklandi er í öðru sæti.

Kylian Mbappe, sóknarleikmaður PSG, er í þriðja sæti. Bandaríkjamaðurinn Christian Pulisic hjá Borussia Dortmund kemur í fjórða sætinu.

1 - Gianluigi Donnarumma (AC Milan)
2 - Alban Lafont (Toulouse)
3 - Kylian Mbappe (PSG)
4 - Christian Pulisic (Dortmund)
5 - Malang Sarr (Nice)
6 - Dayot Upamecano (RB Leipzig)
7 - Tom Davies (Everton)
8 - Matthijs de Ligt (Ajax)
9- Kai Havertz (Bayer Leverkusen)
10 - Ryan Sessegnon (Fulham)
Athugasemdir
banner
banner