Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 19. febrúar 2018 10:00
Magnús Már Einarsson
Mourinho vonast til að menn jafni sig fyrir Sevilla leikinn
Meiðsli eru að trufla Mourinho fyrir leikinn á Spáni.
Meiðsli eru að trufla Mourinho fyrir leikinn á Spáni.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Manchester United, vonast til að endurheimta leikmenn í hópinn fyrir fyrri leikinn gegn Sevilla í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á miðvikudaginn.

Marcus Rashford, Antonio Valencia, Ander Herrera, Phil Jones, Marcos Rojo, Marouane Fellaini og Zlatan Ibrahimovic voru allir fjarri góðu gamni gegn Huddersfield í fyrradag vegna meiðsla auk þess sem Paul Pogba var veikur.

„Ég hvíldi ekki einn einasta leikmann, allir leikmenn sem voru klárir voru hér. Ég tók tvo krakka (Ethan Hamilton og Angel Gomes) með þó að þeir hafi spilað 90 mínútur í gær (með U23 ára liðinu) því ég var ekki með aðra leikmenn," sagði Mourinho eftir leikinn á laugardaginn.

„Getum við endurheimt einhverja af þeim fyrir leikinn á miðvikudag? Ég hef trú á því. Rashford, Herrera, Valencia eiga möguleika. Paul (Pogba), ég veit það ekki."

„Marcos Rojo, Phil Jones, Marouane, Zlatan, ég held að þeir eigi ekki möguleika svo við erum að fara inn í mikilvægan kafla með smá vandamál. Hugarfarið er mjög mikilvægt og við höfum sterkt lið, sterka liðsheild og sterkt sigurhugarfar."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner