Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 19. febrúar 2018 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Pep: Ég var ekki nógu góður til að spila fyrir Wigan
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola kom skemmtilegri staðreynd að á fréttamannafundi fyrir viðureign Manchester City gegn Wigan í 16-liða úrslitum enska bikarsins.

Guardiola gerði garðinn frægan sem varnartengiliður og leikstjórnandi Barcelona. Þegar hann kom á síðari ár ferilisins fór hann til Al-Ahli í Sádí-Arabíu og reyndi svo að koma sér í enska boltann 35 ára gamall.

„Ég man þegar ég vildi fara til Wigan fyrir mörgum árum síðan. Mér var sagt að ég væri ekki nógu góður fyrir liðið," sagði Pep.

„Ef ég á að vera heiðarlegur þá var það rétt mat að ég væri ekki nógu góður. Ég var alltof gamall fyrir enska boltann."

Wigan hefur átt góðu gengi að fagna í enska bikarnum á undanförnum árum. Liðið vann Manchester City í úrslitaleiknum fyrir fimm árum og sló liðið svo út í undanúrslitum ári síðar.
Athugasemdir
banner
banner
banner