Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 19. febrúar 2018 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Pep: Gerðist ekkert í göngunum
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola gaf mjög lítið frá sér í viðtali eftir 1-0 tap Manchester City gegn Wigan í bikarnum.

Pep virtist vera nálægt því að missa vitið þegar Anthony Taylor rak Fabian Delph af velli rétt fyrir leikhlé og reifst hann við Paul Cook, stjóra Wigan, bæði á hliðarlínunni og í göngunum.

„Ég vil óska Wigan til hamingju með að vera komið áfram í bikarnum. Við gerðum allt í okkar valdi til að skora en það tókst ekki," sagði Pep eftir leikinn.

„Við gerðum mistök og okkur var refsað. Við sættum okkur við tapið og óskum sigurvegurunum til hamingju. Þessi leikur er núna að baki, við þurfum að undirbúa okkur fyrir úrslitaleik deildabikarsins.

„Þetta var eins og úrslitaleikur, þeir skoruðu með eina skotinu sínu á markið. Ég dæmi leikmennina ekki útfrá úrslitum leikja, heldur útfrá frammistöðu, og frammistaða minna manna var góð í dag."


Pep svaraði spurningum með stuttum svörum og sagðist ekkert hafa út á dómarann eða Cook að setja.

„Dómarinn dæmdi rautt spjald. Það gerðist ekkert milli mín og Cook í göngunum."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner