Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 19. febrúar 2018 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
PSG ætlar að bjóða í Rojo
Powerade
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Slúðurpakki BBC er á sínum stað í dag og er Eden Hazard áfram orðaður við Real Madrid á meðan Inter og Milan hafa áhuga á Mario Balotelli.



Alan Pardew, knattspyrnustjóri West Brom, hefur tvo daga til að bjarga starfinu sínu. Næsti leikur liðsins er heima gegn Huddersfield á laugardaginn. (Sun)

Paris Saint-Germain íhugar að bjóða 30 milljónir punda í Marcos Rojo, 27 ára varnarmann Manchester United. Samningur Rojo rennur út sumarið 2019. (Sun)

Eden Hazard, 27, er ánægður með lífið hjá Chelsea en segist ekki geta vitað hvað framtíðin ber í skauti sér. Real Madrid hefur verið orðað mjög sterklega við Belgann knáa. (Telefoot)

Carlo Ancelotti hefur ekki áhuga á að taka við PSG því hann vill stýra öðru félagi í ensku úrvalsdeildinni. (Mirror)

Leicester hefur sent njósnara til að fylgjast með tveimur leikmönnum Benfica. Andre Almeida er 27 ára vinstri bakvörður og Rafa Silva 24 ára kantmaður. Báðir voru orðaðir við Leicester í janúar. (O Jogo)

AC Milan og Inter hafa bæði áhuga á að fá Mario Balotelli, 27, í sínar raðir frá franska félaginu Nice. (Sun)

Paul Pogba er búinn að jafna sig eftir veikindi helgarinnar sem létu hann missa af bikarleik gegn Huddersfield. (Daily Mail)

Jesus Navas, fyrrverandi kantmaður Man City og núverandi leikmaður Sevilla, varar Man Utd við því að vanmeta Sevilla fyrir leik liðanna í Meistaradeildinni. (Mirror)

Marc-Andre ter Stegen, markvörður Barcelona, telur Barca vera orðið betra lið eftir brottför Neymar. Þetta eru hann og Lionel Messi sammála um þrátt fyrir að hafa miklar mætur á Neymar, sem hefur verið að gera frábæra hluti í Frakklandi. (Express)

Barcelona mætir Chelsea í Meistaradeildinni og hefur Tom Henning Ovrebo afsakað sig opinberlega fyrir dómgæsluna umdeildu í undanúrslitaleikjunum 2009. Barca sló Chelsea út þökk sé útivallarmarki frá Andres Iniesta á 92. mínútu síðari viðureignarinnar. (Marca)

Margir eru andvígir því að Tottenham fái að spila á heimavelli komist liðið í undanúrslit bikarsins. Undanúrslit og úrslit enska bikarsins fara fram á Wembley ár hvert, en í ár er þjóðarleikvangurinn heimavöllur Tottenham. (Times)

James Rodriguez, 26, fór frá Real Madrid til Bayern í fyrra og segir faðir miðjumannsins það vera bestu ákvörðun í lífi sonar sins. Samkvæmt föður sínum hefur James fundið leikgleðina aftur hjá Bayern. (Marca)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner