Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 19. febrúar 2018 10:30
Magnús Már Einarsson
Stjóri Rochdale: Vonandi gerir Alli þetta á HM í sumar
Keith Hill stjóri Rochdale.
Keith Hill stjóri Rochdale.
Mynd: Getty Images
Keith Hill, stjóri Rochdale, vildi ekki gagnrýna Dele Alli eftir 2-2 jafnteflið gegn Tottenham í enska bikarnum í gær.

Alli sótti vítaspyrnu sem Harry Kane skoraði og kom Tottenham í 2-1. Steve Davie jafnaði hins vegar í viðbótartíma fyrir Rochdale.

Alli var gagnrýndur eftir að hann fékk gult spjald fyrir leikaraskap gegn Liverpool á dögunum og í gær fékk hann vítaspyrnu þar sem sumum fannst hann falla auðveldlega til jarðar.

„Ég verð ekki reiður út í hann ef hann gerir þetta með enska landsliðinu í sumar og við vinnum HM. Þá styð ég hann klárlega," sagði Hill.

„Ég held að hann hafi verið að leita að þessu (snertingunni) en við erum of mikið að hugsa um umdeild atvik."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner