Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 19. febrúar 2018 22:42
Ívan Guðjón Baldursson
Stuðningsmenn City hentu auglýsingaspjöldum á völlinn
Mynd: Getty Images
Stuðningsmenn Manchester City sem mættu á útileik liðsins gegn Wigan í enska bikarnum fara ekki ánægðir að sofa í kvöld.

Þeir horfðu á sína menn, sem virtust ætla að verða fjórfaldir meistarar á tímabilinu, tapa 1-0 fyrir C-deildarliði.

Það var nokkuð um átök og ágreiningsmál í leiknum en það er lítið sem afsakar hegðun áhorfenda að leikslokum.

Stuðningsmenn Wigan ruddust inn á völlinn og fögnuðu þar eins og brjálæðingar fyrir framan stuðningsmenn Man City.

Stuðningsmönnum City var skiljanlega orðið heitt í hamsi og byrjuðu þeir að kasta auglýsingaskiltum að vallarstarfsmönnum og lögreglu sem hafði safnast saman til að tryggja friðinn.

„Það er ekki gaman að sjá svona. Knattspyrna er tilfinningaþrungin íþrótt en svona hegðun ætti að vera ólíðandi," sagði David Sharpe, forseti Wigan, og var þá að tala um hegðun stuðningsmanna beggja liða.

„Þetta eru stórkostleg úrslit fyrir okkur en mér líkar ekki vel við hvernig þetta endaði. Það er mikilvægt að missa ekki stjórn á skapinu."




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner