Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 19. febrúar 2018 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Tíu reknir upp í stúku á tuttugu mínútum
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Vitoria og Bahia mættust í brasilíska boltanum á sunnudaginn og voru heimamenn í Vitoria yfir í hálfleik.

Gestirnir jöfnuðu með marki úr vítaspyrnu í síðari hálfleik og í kjölfarið fór allt gjörsamlega úr böndunum.

Vinicius skoraði jöfnunarmarkið og fagnaði á ögrandi máta. Það fór ekki vel í Fernando Miguel, markvörð heimamanna, sem hljóp á eftir markaskoraranum til að leggja honum línurnar.

Hann tók utan um Vinicius og skammaði hann meðan liðsfélagi hans laumaði sér upp að þeim og kýldi markaskorarann í andlitið.

Þá brutust út slagsmál þar sem leikmenn og varamenn létu höggin dynja hvor á öðrum.

Eftir fyrstu slagsmálalotuna, sem varði í næstum því tíu mínútur, voru þrír leikmenn úr hvoru liði reknir útaf, auk tveggja varamanna gestanna.

Leikurinn fór aftur af stað, átta gegn átta, og hélt hann áfram í stundarfjórðung áður en heimamenn misstu haus og létu reka tvo leikmenn útaf til viðbótar.

Dómarinn þurfti þá að flauta leikinn af því heimamenn voru aðeins með sex menn inni á vellinum. Það verða að vera minnst sjö leikmenn inná í hvoru liði til að fótboltaleikur megi halda áfram.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá þriggja mínútna myndband með helstu atriðum leiksins. Átökin hefjast eftir 2 mínútur og 40 sekúndur.






Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner