Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 19. mars 2017 11:45
Elvar Geir Magnússon
Arsenal, Spurs og Chelsea vilja Barkley
Powerade
Ross Barkley.
Ross Barkley.
Mynd: Getty Images
Leonardo Bonucci.
Leonardo Bonucci.
Mynd: Getty Images
Það er komið að slúðurpakka dagsins sem er safaríkur að vanda. BBC tók saman.

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, mun skrifa undir eins árs samning við félagið frekar en tveggja ára samning sem honum var boðinn fyrr á tímabilinu. (Daily Express)

Arsenal ætlar að keppa við Tottenham og Chelsea um Ross Barkley (23) hjá Everton ef sóknarmiðjumaðurinn verður fáanlegur í sumar. (Mirror)

Vinstri bakvörðurinn Luke Shaw (21) vill yfirgefa Manchester United en Stoke, Crystal Palace og Newcastle hafa áhuga á honum. (Daily Star)

Manchester City telur mögulegt að geta keypt Lionel Messi (29) sem hefur ekki náð samkomulagi um nýjan samning við Barcelona. (Daily Express)

Romelu Lukaku (23) fær að yfirgefa Everton í sumar. Leikmanninum var sagt að ekki yrði staðið í vegi fyrir honum ef Everton næði ekki að komast í Meistaradeildina. (Mirror)

Chelsea, topplið ensku úrvalsdeildarinnar, er líklegast til að fá Lukaku aftur ef belgíski landsliðsmaðurinn yfirgefur Goodison Park. (Daily Mail)

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, vill fá sóknarmanninn Harry Kane (23) til að taka við fyrirliðabandinu af Wayne Rooney. (Mirror)

Southgate telur að enskir leikmenn geti grætt á því að spila erlendis. (Guardian)

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segir að árangur sinn sé frábær ef horft er til annarra stjóra. (Manchester Evening News)

City hefur verið í viðræðum við Benfica um portúgalska markvörðinn Ederson (23). (Record)

Manchester City er tilbúið að borga 50 milljónir punda fyrir ítalska miðvörðinn Leonardo Bonucci (29) frá Juventus. (Daily Star)

Gabriel Jesus (19) gæti snúið aftur fyrr en reiknað var með. Mögulegt er að hann verði með City gegn Arsenal í undanúrslitum FA-bikarsins. (Sun)

Leikur Manchester City og Manchester United sem var færður mun verða spilaður fimmtudaginn 27. apríl. (Daily Mail)

Arsenal og Manchester United hafa verið með útsendara að fylgjast með varnarmiðjumanninum Tiemoue Bakayoko (22) hjá Mónakó. (Sun)

Mark Hughes, stjóri Stoke, sakar Diego Costa (28) um ljótan leikaraskap í 2-1 tapinu gegn Chelsea í gær. (Independent)

Juventus og AC Milan hafa blandað sér í baráttuna um Nelson Semedo (23), hægri bakverði Benfica, sem er einnig á óskalista Manchester United. (Ojogo)

Jorge Sampaoli, stjóri Sevilla, segir að ekki sé búið að ræða við sig um að taka við starfinu hjá Barcelona á næsta tímabili. (AS)

Umboðsmaður Zlatan Ibrahimovic (35) segir að sóknarmaðurinn sé ekki á leið til Napoli þegar samningur hans við Manchester United rennur út eftir tímabilið. (Sun)

Eigendur Manchester United íhuga að kaupa annað fótboltafélag og horfir til Kína og Suður-Ameríku. (Daily Mail)

Joel Matip (25) varnarmaður Liverpool segist ánægður með að Kamerún varð Afríkumeistari en segist aldrei ætla að spila fyrir þjóð sína aftur. (Times)

Markvörðurinn Joe Hart (29) hjá Torino gerði mistök í báðum mörkum Inter í 2-2 jafntefli í ítölsku A-deildinni í gær. Hann viðurkenndi í viðtali eftir leikinn að hann átti að gera betur, sérstaklega í fyrra markinu. Viðtalið er hér að neðan. (Football Italia)


Athugasemdir
banner
banner
banner