sun 19. mars 2017 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bakayoko leysir Pogba af hjá Frakklandi
Bakayoko er eftirsóttur leikmaður.
Bakayoko er eftirsóttur leikmaður.
Mynd: Getty Images
Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakklands, hefur bætt miðjumanninum eftirsótta Tiemoue Bakayoko í landsliðshóp sinn fyrir komandi verkefni gegn Lúxemborg og Spáni.

Bakayoko er kallaður inn í hópinn fyrir Paul Pogba, leikmann Manchester United, sem er meiddur.

Pogba verður frá í tvær vikur eftir að hafa meiðst aftan í læri gegn Rostov í Evrópudeildinni á fimmtudagskvöld.

Bakayoko er 22 ára gamall, en hann skoraði sigurmark Mónakó gegn Manchester City í Meistardeildinni á dögunum. Mónakó er komið áfram í 8-liða úrslit keppninnar.

„Didier Deschamps hefur kallað upp Tiemoue Bakayoko, leikmann Mónakó, eftir að í ljós kom að Paul Pogba verður frá í 15 daga," segir í yfirlýsingu frá franska knattspyrnusambandinu.




Sjá einnig:
Njósnarar Man Utd og Arsenal sáu Bakayoko skora
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner