Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 19. mars 2017 11:00
Stefnir Stefánsson
Byrjunarlið Man Utd og Boro: Rashford byrjar frammi
Marcus Rashford byrjar frammi
Marcus Rashford byrjar frammi
Mynd: Getty Images
Manchester United fer í heimsókn á Riverside völlinn og mætir þar Middlesboro sem hafa verið í alls kyns vandræðum upp á síðkastið. En félagið lét þjálfara sinn Aitor Karanka taka pokann sinn fyrr í vikunni.

Leikurinn er mikilvægur fyrir bæði lið þar sem að Middlesboro er komið í harða botnbaráttu. Liðið situr í 19. sæti deildarinnar með 22 stig og getur með sigri farið upp fyrir Hull og Crystal Palace, og þar með upp úr fallsæti í bili.

Manchester United situr í 7. sæti deildarinnar með 49. stig en með sigri geta þeir farið upp fyrir Everton og Arsenal í 5. og 6. sæti deildarinnar og þar með, minnkað bilið í Liverpool í 3 stig.

Bæði lið verða án nokkura lykilmanna en George Friend er fjarri góðu gamni vegna meiðsla í kálfa, Daniel Ayala er meiddur aftan í læri og þá er Calum Chambers líka frá vegna meiðsla.

Hjá gestunum er svipaða sögu að segja en Zlatan Ibrahimovic er enþá í banni, Ander Herrera er einning í banni. Blind er frá vegna meiðsla sem og Wayne Rooney.

Marcus Rashford byrjar frammi hjá United en Mkhitaryan og Martial eru á bekknum.

Byrjunarlið Middlesboro: Valdes, Barragan, Bernardo, Gibson, Fabio, Clayton, Leadbitter, De Roon, Ramirez, Downing, Negredo.
(Varamenn: Guzan, Fry, Forshaw, Guedioura, Traore, Stuani, Gestede)

Byrjunarlið Manchester United: De Gea, Valencia, Smalling, Jones, Bailly, Young, Carrick, Fellaini, Mata, Lingard, Rashford.
(Varamenn: Romero, Darmian, Fosu-Mensah, Rojo, Shaw, Mkhitaryan, Martial)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner