sun 19. mars 2017 17:56
Ívan Guðjón Baldursson
Danmörk: Kjartan kom af bekknum og skoraði
Randers missti af efra umspilinu
Mynd: Getty Images
Kjartan Henry Finnbogason skoraði í 1-1 jafntefli AC Horsens gegn botnliði Esbjerg í lokaumferð dönsku efstu deildarinnar í dag.

Kjartan kom inn af bekknum á 74. mínútu og kom Horsens yfir níu mínútum síðar, en heimamenn í Esbjerg voru snöggir að jafna.

Guðlaugur Victor Pálsson spilaði allan leikinn á miðjunni í liði Esbjerg á meðan Blikinn Elfar Freyr Helgason lék í hjarta varnarinnar hjá Horsens og var besti maður vallarins.

Hjörtur Hermannsson lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Bröndby sem sigraði Hallgrím Jónasson og félaga í Lyngby. Hjörtur og félagar enda í öðru sæti dönsku deildarinnar, níu stigum á eftir meisturunum frá Kaupmannahöfn.

Teodór Elmar Bjarnason og Björn Daníel Sverrisson voru í byrjunarliði Árósa sem tapaði gegn Óðinsvé.

Rúnar Alex Rúnarsson var með betri mönnum vallarins er hann varði mark Nordsjælland sem hafði betur gegn Midtjylland og tryggði sér mikilvægt 6. sæti deildarinnar. Hannes Þór Halldórsson var, undir leiðsögn Ólafs Kristjánssonar, á milli stanga Randers sem tapaði fyrir SonderjyskE og missti þannig af 6. sætinu, sem gæti kostað Óla starfið.

Ljóst er að meða þessum úrslitum missti Randers af efra umspilinu í dönsku deildinni en illa hefur gengið hjá liðinu eftir vetrarfrí.

Århus 1 - 2 Odense
0-1 J. Edmundsson ('72)
0-2 F. Tingager ('74)
1-2 Duncan ('93, víti)

Bröndby 3 - 2 Lyngby
0-1 J. Kjær ('17)
1-1 K. Wilczek ('60)
2-1 K. Wilczek ('75)
3-1 K. Wilczek ('80)
3-2 J. Odgaard ('83)

Esbjerg 1 - 1 Horsens
0-1 Kjartan Henry Finnbogason ('83)
1-1 R. Soder ('84)

Midtjylland 1 - 2 Nordsjælland
0-1 M. Ingvartsen ('43)
0-2 E. Marcondes ('80)
1-2 P. Onuachu ('83)

SonderjyskE 1 - 0 Randers
1-0 M. Hedegaard ('84)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner