Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 19. mars 2017 05:55
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
England í dag - Stórleikur í Manchester
Þessi stjórar mætast í stórleik helgarinnar.
Þessi stjórar mætast í stórleik helgarinnar.
Mynd: Getty Images
Þrír leikir eru framundan í ensku úrvalsdeildinni í dag, þar ber hæst þegar að Manchester City og Liverpool mætast í stórleik helgarinnar.

Dagskráin hefst hins vegar í hádeginu með leik Middlesbrough og Manchester United. Middlesbrough er í harðri fallbaráttu en Manchester liðið að berjast um Meistaradeildarsæti.

Tottenham og Southampton mætast á White Hart Lane, Tottenham sem situr í öðru sæti deildarinnar reynir eins og það getur að standa í toppliði Chelsea. En Southampton liðið siglir nokkuð lygnan sjó um miðja deild.

Á Etihad-leikvanginum í Manchester fer fram lokaleikur dagsins þegar Manchester City og Liverpool mætast. Leikurinn er gríðarlega þýðingarmikill fyrir bæði lið sem eru í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti.

Sunnudagurinn 19. mars
12:00 Middlesbrough - Man Utd (Stöð 2 Sport)
14:15 Tottenham - Southampton (Stöð 2 Sport)
16:30 Man City - Liverpool (Stöð 2 Sport)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner