Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   sun 19. mars 2017 17:40
Ívan Guðjón Baldursson
Hörður Ingi lánaður til Ólafsvíkur (Staðfest) - Spilar í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH er búið að lána Hörð Inga Gunnarsson til Ólafsvíkur þar sem hann mun leika í sumar.

Hörður er átján ára gamall og er í U21 hópnum sem mætir Georgíu í tveimur æfingaleikjum í vikunni.

Fyrsti leikur Harðar með sínu nýja félagi verður gegn Val í Lengjubikarnum í dag, klukkan 18:15 á Valsvelli.

Hörður mun því fá að spreyta sig með Víkingi Ólafsvík í Pepsi-deildinni í sumar, en fyrsti leikur liðsins verður gegn Val þann 30. apríl.

Hörður, sme er vinstri bakvörður, á nokkra leiki að baki fyrir meistaraflokk FH í Lengjubikarnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner