sun 19. mars 2017 05:55
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Ísland í dag - Nóg um að vera í Lengjubikarnum
Valur fær Víking Ó. í heimsókn.
Valur fær Víking Ó. í heimsókn.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Lengjubikarinn heldur áfram í dag þegar sjö leikir fara fram. Fimm leikir eru á dagskrá í Lengjubikar karla en þrír í Lengjubikar kvenna.

Í A deild karla mætast Pepsi deildar liðin Valur og Víkíngur Ó. á Valsvellinum og í Fjarðabyggðarhöllinni mætast Leiknir F. og Fram.

Það er einnig leikið í B deild karla, Sindri og Reynir S. mætast á Leiknisvelli og í Reykjaneshöllinni mætast Njarðvík og KF.

Tveir frábærir leikir eru á dagskrá í A deild kvenna, Stjörnukonur gera sér ferð til Akureyrar þar sem þær mæta heimakonum í Þór/KA í Boganum. Síðari leikurinn er viðureign Vals og Breiðabliks í Egilshöllinni.

Víkingur Ó. og Augnablik mætast í C riðli kvenna, leikið verður í Akraneshöllinni.

sunnudagur 19. mars

Lengjubikar karla - A deild Riðill 3
18:15 Valur-Víkingur Ó. (Valsvöllur)

Lengjubikar karla - A deild Riðill 4
12:30 Leiknir F.-Fram (Fjarðabyggðarhöllin)

Lengjubikar karla - B deild Riðill 2
15:00 Sindri-Reynir S. (Leiknisvöllur)

Lengjubikar karla - B deild Riðill 3
14:00 Njarðvík-KF (Reykjaneshöllin)

Lengjubikar kvenna A deild
15:00 Þór/KA-Stjarnan (Boginn)
20:15 Valur-Breiðablik (Egilshöll)

Lengjubikar kvenna C deild, riðill 2
13:00 Víkingur Ó.-Augnablik (Akraneshöllin)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner