Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 19. mars 2017 21:41
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Emil spilaði allan leikinn í stórsigri
Emil lék allan leikinn er Udinese fór illa með Palermo.
Emil lék allan leikinn er Udinese fór illa með Palermo.
Mynd: Getty Images
29. umferð ítölsku deildarinnar er lokið og er Roma búið að endurheimta 2. sætið með sannfærandi sigri á Sassuolo.

Mohamed Salah og Edin Dzeko skoruðu í sigri Roma sem er átta stigum frá toppliði Juventus þegar níu umferðir eru eftir af tímabilinu.

Emil Hallfreðsson lék þá allan leikinn í öruggum sigri Udinese á Palermo. Udinese er um miðja deild á meðan Palermo er í fallsæti, sjö stigum eftir Empoli sem er í öruggu sæti.

Roma 3 - 1 Sassuolo
0-1 G. Defrel ('9)
1-1 L. Paredes ('16)
2-1 Mohamed Salah ('45)
3-1 Edin Dzeko ('68)

Udinese 4 - 1 Palermo
0-1 R. Sallai ('12)
1-1 C. Thereau ('42)
2-1 D. Zapata ('60)
3-1 R. De Paul ('68)
4-1 J. Jankto ('80)
Rautt spjald: Alessandro Diamanti, Palermo ('74)
Athugasemdir
banner
banner
banner