Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 19. mars 2017 16:35
Stefnir Stefánsson
Ítalía: Juventus með 10 stiga forskot á toppnum
Mynd: Getty Images
Fimm leikjum í Ítölsku deildinni var að ljúka rétt í þessu. Juventus náði í góðan úti sigur á Sampdoria. Það var mark Juan Cuadrado á 7. mínútu sem tryggði Juventus sigurinn.

En liðið er nú með 10 stiga forystu á Napoli sem situr í öðru sætinu. Roma er í þriðja sæti deildarinnar en þeir eiga leik í kvöld og geta með sigri farið upp í annað sætið og minnkað bilið í juventus í 8. stig.

Bologna sigraði Chievo nokkuð sannfærandi á heimavelli en Chievo komst yfir í leiknum með marki frá Lucas Castro undir lok fyrri hálfleiks. Simone Verdi jafnaði metin á 61. mínútu áður en að Blerim Dzemaili kom heimamönnum yfir. Blerim Dzemaili og Federico Di Francesco gerðu síðan út um leikinn með sitthvoru markinu í uppbótartíma.

Nikola Kalinic tryggði Fiorentina hádramatískan sigur á Crotone en mark hans kom á síðustu mínútu venjulegs leiktíma.

Cagliari og Lazio skildu jöfn en hvorugu liðinu tókst að skora á meðan Atalanta sigraði Pescara 3-0 með tveimur mörkum frá Alejandro Gomez en Alberto Grassi skoraði eitt.

Bologna 4 - 1 Chievo
0-1 Lucas Castro ('40 )
1-1 Simone Verdi ('61 )
2-1 Blerim Dzemaili ('72 )
3-1 Blerim Dzemaili ('90 )
4-1 Federico Di Francesco ('90 )

Crotone 0 - 1 Fiorentina
0-1 Nikola Kalinic ('90 )

Sampdoria 0 - 1 Juventus
0-1 Juan Cuadrado ('7 )

Cagliari 0 - 0 Lazio

Atalanta 3 - 0 Pescara
1-0 Alejandro Gomez ('13 )
2-0 Alberto Grassi ('69 )
3-0 Alejandro Gomez ('90 )

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner