Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 19. mars 2017 13:25
Stefnir Stefánsson
Ítalía: Þrjár vítaspyrnur í fimm marka leik hjá Empoli og Napoli
Lorenzo Insigne skoraði tvo
Lorenzo Insigne skoraði tvo
Mynd: Getty Images
Empoli tók á móti Napoli í ítölsku deildinni í dag. Liðin eru í sitthvorum enda töflunnar eftir úrslit dagsins. Napoli fór stigi upp fyrir Roma í 2. sæti deildarinnar en Roma á leik til góða.

Empoli hinsvegar situr í 17. sæti deildarinnar einu sæti fyrir ofan fallsæti með 22 stig en fyrir neðan þá eru Palermo með 15 stig, Crotone með 14 og Pescara með 12.

Napoli byrjaði leikinn af miklum krafti og þeir fengu vítaspyrnu á 6. mínútu leiksins. Dries Mertens fór á punktinn en brenndi af.

Napoli létu vítaklúðrið ekki á sig fá og voru snöggir að brjóta ísinn þegar að Lorenzo Insigne kom boltanum í netið á 19. mínútu.

Dries Mertens bætti upp fyrir að hafa misnotað vítaspyrnunna 5 mínútum síðar þegar hann skoraði annað mark gestanna.

Á 38. mínútu fengu Napoli menn svo aðra vítaspyrnu og nú var röðin komin að Lorenzo Insigne, hann tók spyrnuna og skoraði af nokkru öryggi. 3-0 fyrir gestina í hálfleik.

Omar El Kaddouri minnkaði muninn fyrir heimamenn á 70. mínútu áður en að heimamenn fengu síðan vítaspyrnu sem að varamaðurinn Massimo Maccarone tók og skoraði úr nokkuð örugglega.

Staðan skyndilega orðin 3-2 og mikil spenna var á lokakafla leiksins. Nær komust heimamenn þó ekki og Napoli því með gríðarlega sterkan sigur í toppbaráttunni.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner