sun 19. mars 2017 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Januzaj veit ekki hvar hann spilar á næsta tímabili
Adnan Januzaj.
Adnan Januzaj.
Mynd: Getty Images
Adnan Januzaj var eitt sinn talinn einn efnilegasti leikmaður í heimi. Síðustu ár hafa ekki verið góð fyrir hann, en sjálfur segist hann óviss með framtíð sína, hvað muni gerast á næsta tímabili.

Januzaj er í augnablikinu í láni hjá Sunderland, en hann er samningsbundinn Manchester United. Hann hefur ekki verið að gera sérstaka hluti hjá Sunderland á þessu tímabili.

„Þetta hefur verið mjög erfitt vegna þess að það er ekki auðvelt að fara frá Man Utd til Sunderland," sagði Januzaj við The Northern Echo. „Ég varð að gera það. Ég mun læra af þessu þar sem ég er bara 22 ára."

„Fólk heldur að ég sé 26 eða 27 ára - ég er bara 22 ára. Ég veit að fólk vill fá meira frá mér," sagði Belginn.

„Þegar ég fer héðan þá veit ég að ég verð mjög ánægður. Ég hef lært mikið og það mun gera mig sterkari. Ég veit ekki hvar ég verð, en ég veit að ég verð ánægður."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner