Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 19. mars 2017 22:08
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikar kvenna: Breiðablik hafði betur gegn Val
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur 1 - 2 Breiðablik
0-1 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('31)
0-2 Fanndís Friðriksdóttir ('63)
1-2 Margrét Lára Viðarsdóttir ('90)

Breiðablik er búið að hrifsa toppsæti A-deildar í Lengjubikar kvenna með góðum sigri á Valskonum í Egilshöll.

Blikar komust yfir í fyrri hálfleik með marki frá Berglindi Björg Þorvaldsdóttur eftir mistök í vörn Vals. Tvöfaldaði Fanndís Friðriksdóttir forystuna síðan í síðari hálfleik með hörku skoti fyrir utan teig.

Margrét Lára Viðarsdóttir minnkaði muninn fyrir Val undir lokin en það nægði ekki og frábær sigur Blika staðreynd.

Blikar eru á toppi riðilsins með 10 stig eftir 4 umferðir, Valur er einu stigi þar á eftir og svo kemur ÍBV með sex stig og Stjarnan með fimm.

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner