Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 19. mars 2017 19:51
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikarinn: Njarðvík í góðum málum á toppnum
Theodór Guðni Halldórsson gerði tvö fyrir Njarðvík.
Theodór Guðni Halldórsson gerði tvö fyrir Njarðvík.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sindri og Njarðvík unnu sína leiki í B-deild Lengjubikarsins í dag.

Ingvi Þór Sigurðsson gerði tvennu í 4-0 sigri Sindra gegn Reyni Sandgerði og þá gerði Theodór Guðni Halldórsson tvö í 4-2 sigri Njarðvíkinga gegn KF.

Þetta er fyrsti sigur Sindra eftir tap gegn Vængjum Júpíters í fyrstu umferð, en Reynir er stigalaus á botninum með 0-7 í markatölu eftir tvær umferðir.

Njarðvík er á toppi síns riðils með níu stig og nánast búið að tryggja sér toppsætið strax í upphafi.

B-deild karla - Riðill 2:
Sindri 4 - 0 Reynir S.
1-0 Mate Paponja ('27)
2-0 Ingvi Þór Sigurðsson ('55)
3-0 Ingvi Þór Sigurðsson ('78)
4-0 Sævar Ingi Ásgeirsson ('90)

B-deild karla - Riðill 3:
Njarðvík 4 - 2 KF
1-0 Theodór Guðni Halldórsson ('27)
2-0 Arnór Björnsson ('33)
3-0 Theodór Guðni Halldórsson ('48)
3-1 Aksentije Milisic ('53)
3-2 Valur Reykjalín Þrastarson ('58)
4-2 Óðinn Jóhannsson ('74)

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner