Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 19. mars 2017 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lucas Perez verður frá næstu þrjár vikurnar
Lucas Perez er að glíma við meiðsli.
Lucas Perez er að glíma við meiðsli.
Mynd: GettyImages
Lucas Perez, sóknarmaður Arsenal, verður frá næstu þrjár vikurnar vegna meiðsla í læri. Þetta er haft eftir heimildum Goal.com.

Spánverjinn var ekki í leikmannahópi Arsenal gegn West Brom í gær og í kjölfarið staðfesti félagið að hann væri að glíma við meiðsli í læri.

Perez kom til Arsenal síðasta sumar og hefur ekki verið að spila mikið. Hann gæti farið eftir þetta tímabil í leit að meiri spiltíma.

Perez mun væntanlega missa af leikjum gegn Manchester City og West Ham sem eru eftir landsleikjahléið.

Petr Cech og Alexis Sanchez meiddust í leiknum gegn West Brom, en það er ekki kominn tími á það hversu lengi þeir verða frá.
Athugasemdir
banner
banner
banner