sun 19. mars 2017 19:23
Ívan Guðjón Baldursson
Pep Guardiola: Einn af bestu dögum ferilsins
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola var himinlifandi eftir jafntefli Manchester City gegn Liverpool á Etihad leikvanginum í dag.

Man City tapaði fyrir Mónakó og var slegið úr Meistaradeildinni í miðri viku og segist Pep vera afar stoltur af svari sinna manna, sem mættu grimmir til leiks í dag.

„Þetta er einn af bestu dögum ferilsins sem knattspyrnustjóri hjá mér. Eftir tapið í Meistaradeildinni hefur mórallinn innan hópsins verið langt niðri og ég bjóst ekki við svona góðri frammistöðu í dag," sagði Pep.

„Við mættum sterkum andstæðingum sem eru ekki að keppa í Evrópu og voru búnir að hafa heila viku í hvíld og undirbúning. Leikmenn sýndu mikinn karakter í dag og er ég mjög stoltur af spilamennsku liðsins.

„Við sköpuðum meira en andstæðingarnir, en vandinn er að við skorum ekki, sérstaklega ekki þessi auðveldu mörk.

„Stigin skipta ekki öllu máli, spilamennskan skiptir mig meira máli. Við spiluðum virkilega vel gegn mjög sterku liði."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner