Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 19. mars 2017 10:23
Stefnir Stefánsson
Rio: Everton verður að selja Lukaku
Romelu Lukaku
Romelu Lukaku
Mynd: Getty Images
Rio Ferdinand fyrrum leikmaður Manchester United og sérfræðingur hjá BT Sport telur að Everton verði að selja Lukaku þegar að tímabilinu lýkur.

Lukaku hefur verið orðaður við brottför frá Goodison Park eftir að hann neitaði að skrifa undir nýjann samning við félagið. Chelsea og Manchester United eru meðal félaga sem sögð eru hafa augastað á Lukaku en Everton er talið vilja fá 75 milljónir punda fyrir Lukaku.

Lukaku á tvö ár eftir af samningi sínum við Everton og telur Rio að félagið verði að selja leikmanninn í sumar ætli þeir sér að fá almennilega upphæð fyrir hann.

„Ég get ekki séð að hann verði áfram. Ef að hann verður eitt tímabil enn og gildi samnings hans fer niður í eitt ár þá snarlækkar verðið á honum." sagði Rio Ferdinand í samtali við BT Sport.

„Everton verður að selja hann ætli þeir sér að fá almennilega upphæð fyrir hann, því hann hefur gefið það út að hann vilji fara. Og umboðsmaður hans er harður að eiga við." hélt Rio áfram.

„Hann er góður vinur Paul Pogba og svo á marga vini úr Belgíska landsliðinu sem spila fyrir liðin sem eru að berjast um titlana, honum langar klárlega að vera partur af því." sagði Ferdinand að lokum.
Athugasemdir
banner
banner