Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 19. mars 2017 12:00
Stefnir Stefánsson
Shearer: Leikmenn Arsenal vilja Wenger ekki lengur
Alan Shearer
Alan Shearer
Mynd: Getty Images
Alan Shearer fyrrum leikmaður og þjálfari Newcastle og sérfræðingur á BBC segir að leikmenn Arsenal séu að gefast upp á Arsene Wenger og séu hættir að leggja sig fram fyrir hann.

„Það hefur verið mikið rætt og ritað um framtíð Wenger upp á síðkastið. Hann hefur fengið gríðarlega mikla gangrýni"

„En leikmenn hans hafa lítið tjáð sig um málið fyrr en í dag. Mér fannst leikmennirnir tjá sig um stöðuna með þessari frammistöðu í dag. Ef þú lýtur á frammistöðu þeirra í síðustu leikjum og í dag þá er það augljóst að leikmennirnir vilja ekki hafa hann lengur þarna." Sagði Shearer.

„Wenger var að vonast eftir að fá viðbrögð frá leikmönnum sínum, þeir gáfu honum ekkert til baka. Þeim vantaði allan vilja, hjarta og stefnu. Hver einasti leikmaður Arsenal varð sér til skammar nema kannski Alexis." sagði Shearer að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner