Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 19. mars 2017 13:00
Stefnir Stefánsson
Spánn: Leganes og Malaga skildu jöfn
Malaga náðu í gott stig í fallbaráttunni
Malaga náðu í gott stig í fallbaráttunni
Mynd: Getty Images
Leganes 0 - 0 Malaga

Leik Leganes og Malaga var að ljúka rétt í þessu en liðin gerðu markalaust jafntefli en liðin sitja í 16. og 17. sæti deildarinnar. Malaga í því 16. með 27 stig en Leganes eru í því 17. með 26 stig.

Úrslitin voru ágæt fyrir bæði lið þar sem að lið Sverris Inga, Granada situr í 18. sætinu með 19 stig og er því enn í botnsæti.

Því er ljóst að Granada þarf að vinna upp 7 stiga mun á Leganes áður en að tímabilinu ljúki svo að liðið haldi sæti sínu í efstu deild.
Athugasemdir
banner
banner