sun 19. mars 2017 20:21
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: BT 
Yfirmaður Óla Kristjáns: Erum að vaða skítinn upp að hnjám
Mynd: Getty Images
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Randers í Danmörku, er í vandræðum eftir tap í lokaumferð dönsku efstu deildarinnar í dag.

Hannes Þór Halldórsson gat ekki komið í veg fyrir eins marks tap gegn Sonderjyske, en sigur í leiknum hefði tryggt Randers 6. sæti deildarinnar og aðgang í efra umspilið.

„Markmiðið fyrir tímabilið var einfalt, að ná einu af sex efstu sætunum. Við vorum svo nálægt því að tryggja okkur sæti og það er sorglegt að horfa uppá liðið kasta þessu frá sér á lokakaflanum," sagði Michael Gravgaard, forstjóri félagsins.

„Fótbolti snýst um að sigra og það er langt síðan við sigruðum. Núna er pressa á okkur að enda ekki í botnsætum neðra umspilsins. Við erum að vaða skítinn upp að hnjám núna og ég vona að allir í búningsklefanum viti það."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner