Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 19. mars 2018 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Allen tekur við Barnet í fimmta sinn (Staðfest)
Allen hefur verið kallaður Houdini fallbaráttunnar.
Allen hefur verið kallaður Houdini fallbaráttunnar.
Mynd: Getty Images
Martin Allen er tekinn við D-deildarliði Barnet í fimmta sinn á ferlinum. Hann tók fyrst við félaginu árið 2003.

Allen, sem lék á miðjunni hjá QPR, West Ham og Portsmouth sem leikmaður, tók aftur við Barnet 2011, 2012 og 2014.

Allen hefur bjargað Barnet frá falli nokkrum sinnum og fór með félagið úr utandeildinni og upp í D-deildina 2015.

Barnet er á botni D-deildarinnar, sjö stigum frá öruggu sæti. Graham Westley, stjóri Barnet, og Mark McGhee, yfirmaður knattspyrnumála, voru báðir látnir fara í gærkvöldi.

„Forsetinn varð að gera eitthvað í málinu. Hann veit hvað Martin getur gert," sagði heimildarmaður Daily Mail innan félagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner