mán 19. mars 2018 10:00
Magnús Már Einarsson
Arnór skoraði fyrir aðallið Norrköping
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Sigurðsson skoraði mark Norrköping í 1-1 jafntefli gegn Kalmar í æfingaleik um helgina.

Arnór kom til sænska félagsins frá ÍA í fyrra og hann hefur staðið sig vel á undirbúningstímabilinu fyrir komandi tímabil.

Í síðustu viku skoraði Arnór eitt og lagði upp tvö fyrir U21 árs lið Norrköping og þessi efnilegi miðjumaður skoraði um helgina fyrir aðalliðið.

Arnór er í U21 árs landsliðshópi Íslands í fyrsta skipti fyrir komandi leiki gegn Írlandi og Norður-Írlandi.

„Það var flott að Arnór skoraði. Hann hefur unnið fyrir því að fá traustið og það er ljóst að hann mun berjast um sæti í liðinu," sagði Jens Gustafsson þjálfari Norrköping.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner