mán 19. mars 2018 10:30
Ívan Guðjón Baldursson
Buffon í landsliðshóp Ítala - Balotelli ekki valinn
Buffon hágrét þegar Ítölum mistókst að komast á HM.
Buffon hágrét þegar Ítölum mistókst að komast á HM.
Mynd: Getty Images
Luigi Di Biagio, þjálfari U21 árs landsliðs Ítalíu, mun stýra A-landsliðinu í æfingaleikjum gegn Argentínu og Englandi.

Ítalir eru ekki búnir að ráða nýjan landsliðsþjálfara og sér Di Biagio um hópinn þar til arftaki Gian Piero Ventura verður fundinn.

Það kemur mörgum á óvart að Mario Balotelli er ekki í landsliðshóp Ítalíu þrátt fyrir að hafa skorað 14 mörk í 20 deildarleikjum fyrir Nice í franska boltanum. Balotelli hefur ekki verið í hóp síðan á HM 2014.

Patrick Cutrone og Federico Chiesa, efnilegir sóknarmenn Milan og Fiorentina, gætu spilað sinn fyrsta A-landsleik.

Ítalía mætir Argentínu í Manchester á föstudaginn áður en liðið leikur við England í London þriðjudaginn í næstu viku.

Markverðir: Gianluigi Buffon (Juventus), Gianluigi Donnarumma (AC Milan), Mattia Perin (Genoa).

Varnarmenn: Leonardo Bonucci (AC Milan), Giorgio Chiellini (Juventus), Matteo Darmian (Manchester United), Mattia De Sciglio (Juventus), Gian Marco Ferrari (Sampdoria), Alessandro Florenzi (Roma), Daniele Rugani (Juventus), Leonardo Spinazzola (Atalanta), Davide Zappacosta (Chelsea).

Miðjumenn: Giacomo Bonaventura (AC Milan), Bryan Cristante (Atalanta), Roberto Gagliardini (Inter Milan), Jorginho (Napoli), Marco Parolo (Lazio), Lorenzo Pellegrini (Roma), Marco Verratti (Paris Saint-Germain).

Sóknarmenn: Andrea Belotti (Torino), Antonio Candreva (Inter Milan), Patrick Cutrone (AC Milan), Federico Chiesa (Fiorentina), Ciro Immobile (Lazio), Lorenzo Insigne (Napoli), Simone Verdi (Bologna).
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner