Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 19. mars 2018 13:30
Magnús Már Einarsson
Conte hrósar Morata eftir mikla markaþurrð
Skoraði loksins.
Skoraði loksins.
Mynd: Getty Images
Alvaro Morata, framherji Chelsea, skoraði sitt fyrsta mark á þessu ári í 2-1 sigrinum á Leicester í enska bikarnum í gær. Spánverjinn hafði ekki skorað í þrettán leikjum í röð áður en kom að leiknum í gær.

Antonio Conte, stjóri Chelsea, hrósaði Morata sérstaklega eftir leikinn í gær.

„Það var mjög mikilvægt fyrir Alvaro að skora. Ég er mjög ánægður með hans frammistöðu," sagði Conte.

„Hann átti mjög góðan leik og hann sýndi frábæran karakter. Ég tel að þetta mark verði mjög mikilvægt fyrir okkur í framtíðinni," sagði Conte en hann hrósaði einnig Pedro sem skoraði sigurmarkið.

„Pedro er annar leikmaður sem leggur sig allan fram fyrir liðið hvort sem hann byrjar leik eða kemur inn á. Ég er mjög ánægður fyrir hans hönd. Þetta er frábært fyrir hann og frábært fyrir liðið."
Athugasemdir
banner
banner