Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 19. mars 2018 16:30
Magnús Már Einarsson
Floyd Mayweather vill kaupa Newcastle og fá Ronaldo í liðið
Mynd: Getty Images
Hnefaleikamaðurinn Floyd Mayweather hefur óvænt lýst því yfir að hann vilji kaupa enska félagið Newcastle United.

Mike Ashley, eigandi Newcastle, vill selja félagið og viðræður hafa lengi verið í gangi við fjárfestingahóp sem Amanda Staveley leiðir. Mayweather hefur nú óvænt blandað sér í slaginn.

„Ef ég myndi kaupa félagið þá myndi ég koma oftar þangað og halda partý," sagði Mayweather við Star on Sunday.

„Ég elska Newcastle. Þar djamma menn meira og betur en á nokkrum öðrum stað sem ég hef komið á í heiminum."

„Ég hitti nokkra leikmenn liðsins í fyrra og þeir eru góðir náungar. Ég er alltaf opinn fyrir nýjum viðskiptatækifærum og ég elska allar íþróttir. Ég fjárfesti hins vegar með höfðinu en ekki hjartanu."

„Að versla með hjartanu er fljótlegasta leiðin til að tapa pening. Ef einhver setur saman viðskiptaáætlun og mitt fólk skoðar það og segir 'Floyd, þetta getur búið til pening' þá myndi ég fjárfesta. Fótbolti er kannski ekki mín íþrótt en ég er með tengingar alls staðar."


Mayweather segist ætla að reyna að fá Cristiano Ronaldo til Newacastle ef hann kaupir félagið.

„Cristiano Ronaldo hefur verið stuðningsmaður og félagi minn í langan tíma svo ég gæti kannski fengið hann til að enda ferilinn hjá Newcastle," sagði Mayweather.
Athugasemdir
banner
banner
banner