Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 19. mars 2018 19:00
Ingólfur Stefánsson
Goðsagnir Arsenal og Real Madrid mætast í góðgerðaleik
Mynd: Getty Images
Goðsagnir frá Arsenal og Real Madrid munu mætast í góðgerðaleik 3. júní næstkomandi. Allur ágóði leiksins mun renna til verkefnis Real Madrid sem snýr að því að hjálpa börnum í neyð.

Bæði lið hafa keppt góðgerðaleiki undanfarin ár þar sem goðsagnir liðanna spila. Fernando Morientes tryggði Real Madrid 1-0 sigur á Roma síðasta vetur.

Þá mættust goðsagnir Arsenal og Ac Milan á Emirates vellinum árið 2016. Þá tryggði þrenna frá Kanu og mark frá Robert Pires Arsenal 4-2 sigur.

Florentino Perez, forseti Real Madrid, lýsti yfir ánægju sinni með að geta boðið goðsögnum Arsenal til Spánar.

„Það er heiður fyrir Real Madrid að taka á móti Arsenal og heiðra þessa mögnuðu íþrótt saman. Arsenal er sögufrægt lið sem hefur náð mögnuðum árangri."
Athugasemdir
banner
banner