Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mán 19. mars 2018 14:14
Magnús Már Einarsson
Hörður ekki illa meiddur - Fer til Bandarikjanna
Icelandair
Hörður með myndavélina á lofti.
Hörður með myndavélina á lofti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hörður Björgvin Magnússon, varnarmaður Bristol City og íslenska landslðisins, fékk góðar fréttir þegar hann fór í myndatöku í morgun vegna hnémeiðsla sem hann varð fyrir í leik um helgina.

Þar kom í ljós að meiðslin eru ekki alvarleg og Hörður er því á leið til Bandaríkjanna núna eftir smá töf vegna myndatökunnar í morgun. Mbl.is greinir frá þessu í dag.

„Þetta leit ekki vel út þegar þetta gerðist, en þegar beinið hrökk aft­ur í lið þá gat ég labbað og út­litið varð bjart­ara,“ sagði Hörður um meiðslin við mbl.is.

„Það teygðist á ein­hverju liðbandi við þetta, en ekki mikið, og ég á að geta æft á næstu dög­um án þess að þurfa að vera hrædd­ur við eitt­hvað."

Hörður segir að sjúkraþjálfarar og þjálfarar íslenska landsliðsins meti meiðslin betur fyrir vináttuleikinn gegn Mexíkó í San Francisco aðfaranótt laugardags.
Athugasemdir
banner
banner
banner