mán 19. mars 2018 23:00
Ingólfur Stefánsson
Kompany sagði Sancho að hætta að klobba sig
Jadon Sancho
Jadon Sancho
Mynd: Getty Images
Hinn ungi og efnilegi Jadon Sancho sem spilar fyrir Borussia Dortmund í Þýskalandi segir að liðsfélgar hans hafi sagt honum að hætta að klobba sig á æfingum.

Sancho vakti athygli síðasta sumar þegar hann gekk í raðir Dortmund frá Manchester City á 10 milljónir punda.

Eftir rólega byrjun á lífinu í Þýskalandi var þessi 17 ára leikmaður farinn að brjóta sig inn í byrjunarlið Dortmund áður en hann skaddaði liðbönd í ökkla.

Í viðtali við JD Football segir hann að liðsfélagar hans hafi oft skammað hann fyrir að gera lítið úr þeim á æfingum en að hann hafi þróað leik sinn í Þýskalandi.

„Ég klobbaði fyrirliða Dortmund og fyrirliða Manchester City, þeir sögðu mér báðir að hætta því. Þeim líkaði það ekki," sagði Sancho en Marcel Schmelzer og Vincent Kompany eru fyrirliðar liðanna.

Sancho hefur spilað sex leiki fyrir Dortmund á tímabilinu en er nú frá vegna meiðsla. Leikmaðurinn vakti athygli á HM U17 ára landsliða síðasta sumar þar sem hann skoraði 3 mörk í 3 leikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner