mán 19. mars 2018 11:00
Magnús Már Einarsson
Matic: Bikarinn bjargar ekki tímabilinu
Mynd: Getty Images
Nemanja Matic, miðjumaður Manchester United, segir að það geti ekki bjargað tímabilinu hjá liðinu að ná að vinna enska bikarinn.

Manchester United lagði Brighton í 8-liða úrslitum enska bikarsins um helgina og mætir Tottenham í undanúrslitunum. Bikarinn er eini raunhæfi möguleiki United á titli á tímabilinu og Matic vill ekki meina að það bjargi tímabilinu að vinna hann.

„Ég held ekki. Ef við vinnum enska bikarinn er það gott en það er ekki fullkomið," sagði Matic aðspurður hvort sigur í enska bikarnum myndi bjarga tímabilinu hjá United.

„Þú ert með fjórar keppnir á tímabili. Ef þú vinnur eina þá er það ekki nóg að mínu mati. Þú þarft alltaf að gera þitt besta."

„Það er ekki fullkomið að enda í topp fjórum í ensku úrvalsdeildinni en það er auðvitað gott að spila í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Ef þú vinnur enska bikarinn þá get ég ekki sagt að það sé frábært tímabil en það er samt gott tímabil."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner