banner
   mán 19. mars 2018 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Messi: Þetta er síðasti séns til að vinna HM
Messi er 30 ára gamall og gæti vel farið með Argentínu á HM 2022, nema hann leggi landsliðsskóna á hilluna.
Messi er 30 ára gamall og gæti vel farið með Argentínu á HM 2022, nema hann leggi landsliðsskóna á hilluna.
Mynd: Getty Images
Lionel Messi og landsliðsfélagar hans í Argentínu munu mæta grimmir til leiks á HM í Rússlandi næsta sumar.

Argentína hefur verið með eitt sterkasta landslið heims undanfarinn áratug en hefur þrátt fyrir það ekki tekist að vinna HM.

Messi og félagar hafa spilað saman lengi með landsliðinu og telur hann þetta vera síðasta tækifærið fyrir sig og marga af samherjum sínum til að vinna Heimsmeistaramótið.

Argentína tapaði í úrslitaleik HM 2014 og aftur í úrslitaleikjum Copa America 2015 og 2016.

„Ég hef oft grátið vegna tapaðra úrslitaleikja. Það er svekkjandi og sorglegt að bregðast heilli þjóð," sagði Messi í argentínska sjónvarpinu.

„Það er ótrúlegt erfitt að tapa úrslitaleik, hvað þá þremur í röð. Núna verðum við að vinna HM, við munum ekki fá annað tækifæri."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner